24.3.2014
Skarðsvík ehf. sem feðgarnir Sigurður Kristjónsson og Sigurður V. Sigurðsson standa að, komu á dögunum heim með Magnús SH205 eftir umfangsmiklar endurbætur á honum. Báturinn fór í breytingar í lok apríl 2013 á Akranesi hjá Þorgeir og Ellert þar sem slá átti út afturhluta skipsins og gera smávægilegar breytingar í borðsal ásamt því að stækka lestina og bæta við ýmsum búnaði.  Stuttu áður en því verki var lokið í byrjun ágúst varð báturinn alelda inni í skipasmíðastöðinni og varð nær ónýtur.  Um miðjan september var hafist handa við að endurbyggja bátinn frá grunni, afturskipið var endurbyggt frá grunni, einni hæð var bætt undir brúnna frá því sem áður var þar sem er gangur, skipstjóraklefi og tækjaherbergi.  Allur tækjabúnaður í brú og íbúðum er nýr, einnig var sett í bátinn bógskrúfa ásamt nýrri aðgerðaraðstöðu á millidekki sem Skaginn smíðaði, nýtt frammastur var smíðað og nýir kranar voru settir upp á afturdekk og framdekk.  

Mareind ehf seldi allan tækjabúnað í bátinn og sá um hönnun á fyrirkomulagi og uppsetningu á tækjunum í bátinn. 

Við óskum útgerð og áhöfn til hamingju með einn glæsilegasta neta- og snurvoðabát landsins.

Í bátnum eru eftirfarandi tækjabúnaður frá Mareind
Dýptarmælir 1:
Furuno FCV -1150   (28-60Khz / 130-210Khz)
Dýptarmælir 2:
Furuno DFF1-UHD BB   Botngreining (50/200Khz)
Siglingatölva 1:
Maxsea TZ (tengdur Radar og dýptarmælum)
Siglingatölva 2:
Maxsea TZ (tengdur Radar og dýptarmælum)
Radar :
Furuno FR-2117  x-band
Straummælir :
Furuno CI-68
 GPS áttaviti 1 :
 Furuno SC-50
GPS áttaviti 2 :
Furuno SC-30
Sjálfstýring :
Furuno NavPilot-700 (með 2 FU stýri og aukaskjá)
GPS tæki :
Furuno GP32
Navtex tæki :
Furuno NX-700
AIS tæki :
Furuno FA-150
Inmarsat-C :
Furuno Felcom-16 SSAS
 Iridium sími :
 Sailor SC-4000
VHF talstöð 1:
Sailor 6215 DSC
VHF talstöð 2:
Sailor 6215 DSC
Myndavélakerfi:
Orlaco Amos – 5 myndavélar og skiptarar
Næturmyndavél :
OceanView Appollo
Kallkerfi :
Phonetech CiS-3120 – 20 rásir
Átaksmælar :
SeineTech f. snurvoð
Brunaviðvörunarkerfi :
Eltek Delta OP
Aðvaranir :
SpeechDialer  (GSM úthringing aðvörunarkerfa)
 Gervihnattasjónvarp :
 Intellian T110
Útvarpskerfi millidekki :
Tvær FM rásir með míkrófón í brú
Sjónvarpskerfi :
Sjónvörp í klefum, borðsal og setustofu
Útvarpskerfi :
4stk.  FM/LW útvörp Alphine CDE-W233
GSM sími :
Huwai 3GL Router ( m. þráðl.síma og höfuðtóli )
Veðurstöð :
Clima vindhraðamælir m. hita og þrýsting
Neyðarbauja :
McMurdo E6 m. GPS
Neyðarhandtalstöð :
McMurdo GMDSS VHF
Upplýsingaskjáir :
Furuno RD33  –  2 stk.
Stýrisvísir :
Simrad NMEA2000 með IS70 skjá
Leitarljós 1 :
Seematz Xenon 1000w – fjarstýrður
Leitarljós 2 :
Seematz Halogen 2000w – fjarstýrður