Saxhamar hefur fengið tvo nýja Furuno dýptarmæla sem sýna botngreiningu og þrívíddarbotn.
Furuno DFF1-UHD er með 50Khz og 200Khz TRUE ECHO CHIRP senda og getur sýnt botngreiningu á myndrænan og einfaldan máta sem skráist inn í botngreiningargagnagrunn í Maxsea TZ siglingaforritinu, einnig sýnir hann fiskstærð á einfaldan máta.
Furuno DFF-3D er nýr fjölgeisla dýptarmælir, fisksjá og sónar sem er tengdur Maxsea TZ siglingaforritinu. Mælirinn hefur 3 sendigeisla á 165Khz og dregur niður á 300metra dýpi. Þrívíddarmyndin sýnir sjávarbotninn og fiskitorfur á mjög greinilegan grafískan hátt í þrívídd og lit. Þessi þrívíddarmynd safnast upp í gagnagrunn í Maxsea Time Zero Professional siglingaforritinu.